EINBÝLISHÚS Í ÁRÓSUM

Verkefnið fjallaði um að teikna einbýlishús í hinu fjölskylduvæna úthverfi Elsted, við útjaður Árósa. Það skiptist í fimm þrep, grunnhugmynd, grunnhönnun, rýmishönnun, burðarvirkishönnun og grafíska miðlun. Grunnhugmyndin var unnin út frá umhverfinu og átti að vera skýr túlkun á spennunni milli þess létta og þunga, þess opna og lokaða. Formið og skipulagið í húsinu var unnið út frá náttúrunni og unhverfinu í kring. Útsýni, náttúra, ljós og loft er dregið inn í húsið og skapar aðlaðandi vistarverur. Húsið hvetur til samveru allra fjölskyldumeðlima og útiveru þar sem skilin á milli úti og inni eru ekki skörp.

Við hönnun rýmisins var einblínt á sameiginlegu rými hússins. Stórt og opið rými sem býður upp á margvíslega innréttingu og húsgagnaskipan varð niðurstaðan. Burðarvirkishönnunin var stór hluti af þeirri hönnun og var teiknað allt frá grunnburðarvirki og niður í minnstu deili til að skapa rétta útlit. Sú vinna gaf húsinu enn meiri fagurfræðileg gæði og útkoman var nútímalegt og fallegt byggingarverk.

DEN FRITLIGGENDE BOLIG

Opgaven var at tegne et enfamiliehus i det familievenlige forested til Århus, Elsted. Den var delt op i fem faser, konceptfase, skitsefase, rumfase, konstruktionsfase og syntesefase. Projektets koncept tog udgangspunkt i konteksten og skulle være klart med et tydeligt udtryk for kontrasten mellem det lette og det tunge, det åbne og det lukkede. Formgivningen og funktionsinddelingen tog udgangspunkt i de naturlige omgivelser. Udsigt, natur, lys og luft skulle trækkes ind i huset. Der skulle opfodres til fælles samvær og udendørs ophold med bløde overgange mellem ude og inde.

Rumligt blev der fokuseret på et rum, fællesarealet. Et lyst åbent rum som byder på fleksibilitet og der arbejdedes nøjagtigt med konstruktion. Hele husets konstruktion blev designet, fra den bærende overordnede konstruktion og helt til den mindste detalje design. Den skulle fordybe og understrege husets arkitektoniske udtryk.